Fótbolti

Sara Björk: Næsti leikur er á móti Lettlandi og það er næsta skref í áttina að EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Ótrúlega mikilvægt og var auðvitað markmiðið í byrjun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hversu mikilvægur sigur kvöldsins væri. Ísland lagði Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, lokatölur 1-0.

„Mér fannst við samt standa okkur mjög vel í dag. Áttum frábæran leik á móti erfiðu liðu sem lá mjög aftarlega og á endanum náðum við loksins að skora eitt mark á þær.“

 

„Mér og stelpunum leið vel á vellinum. Við vissum að við þyrftum að keyra á kantana, það var allt galopið þar. Við fengum frábærar fyrirgjafir frá Hallberu allan leikinn en við hefðum þurft að vera aðeins gráðugri í teignum. Hugarfarið var til fyrirmyndar og mér fannst við eiga góðan leik, “ sagði Sara Björk þegar hún var spurð hvort það hefði farið um íslenska liðið á meðan staðan var markalaus en á löngum köflum virtist liðinu fyrirmunað að skora.

 

„Ótrúlega stórt fyrir okkur, sérstaklega fyrstu tveir leikirnir heima og að enda með tvo sigra. Næsti leikur er á móti Lettlandi og það er næsta skref í áttina að EM,“ sagði fyrirliðinn að lokum en það er ljóst að hún og allt liðið ætla sér ekki að sitja heima í stofu að horfa á EM sumarið 2021.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×