Enn ein óværan á Facebook gerir fólki lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 15:01 Skjáskot af birtingarmynd óværunnar sem ferðast nú um Facebook á ógnarhraða. Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira