Aldrei upplifað hraðari lendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 10:35 Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18