Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 09:15 Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. AP/Kin Cheung Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16