Baldur og Heimir Íslandsmeistarar í ralli Bragi Þórðarson skrifar 2. september 2019 18:30 Forskot Baldurs og Arnars var að lokum rúmar 10 mínútur. Malín Brand Lengsta og erfiðasta rallkeppni ársins, Rallý Reykjavík, fór fram um helgina. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir þriggja daga keppni. Afföll settu svip sinn á keppnina en aðeins 8 bílar luku þessari gríðarlega krefjandi keppni. Alls voru eknir 280 kílómetrar á sérleiðum og heildarleið keppninar var rúmir þúsund kílómetrar. Baldur Arnar og Heimir Snær voru fjórum stigum á eftir þeim Gunnari Karli Jóhannessyni og Ísaki Sigfússyni fyrir keppnina. Gunnar og Ísak urðu þó frá að hverfa á öðrum degi eftir að vatnskassi brotnaði í Mitsubishi bíl þeirra. Ragnar Bjarni Gröndal og Emelía Rut Hólmarsdóttir áttu möguleika á titli en til þess þurftu þau á sigri að halda í Rallý Reykjavík. Á sérleið um Jökulháls á Snæfellsnesi varð hraðinn hins vegar aðeins of mikill og veltu þau bíl sínum og duttu úr leik. Sömu sögu er að segja af Eyjólfi Melsteð og Arnari Má Árnasyni sem að veltu Jeep Cherokee bíl sínum nokkrum sérleiðum síðar. Eyjólfur vann þessa keppni fyrir tveimur árum.Mikil spenna í báðum flokkum Harður slagur var um fyrsta sætið yfir heildina. Baldur og Heimir leiddu fyrir síðasta dag en Valdimar Jón Sveinsson og Aðalsteinn Símonarson voru aðeins 27 sekúndum fyrir aftan þá. Á sérleið um Tröllháls, fyrstu leið þriðja og síðasta keppnisdags, kútveltu Valdimar og Aðalsteinn Mitsubishi bíl sínum. ,,Við fengum högg undir afturdrifið, hlífðarpannan að framan greip í mölina og við endastungumst á rúmlega 150 kílómetra hraða'' sagði Valdimar eftir keppni. Þrátt fyrir þrjár veltur í keppninni urðu engin slys á keppendum þökk sé góðum öryggisbúnaði. Með Valdimar og Aðalstein úr leik voru Baldur og Heimir komnir með gott forskot. Að lokum sigruðu þeir með rúmlega 10 mínútna mun á Skafta Skúlason og Gunnar Eyþórsson sem komu aðrir í mark. Baldur og Heimir tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í ralli árið 2019. Þetta var fyrsti titill Baldurs í heildarkeppninni og er hann yngsti ökumaðurinn til að vinna titilinn síðan að Rúnar Jónsson vann árið 1994, árið sem Baldur fæddist. Heimir Snær hefur nú unnið Rallý Reykjavík þrisvar sinnum í röð og er því kominn í hóp með Braga Guðmundssyni, Jóni Ragnarsyni og Ísaki Guðjónssyni sem einu aðstoðarökumennirnir sem náð hafa þeim árangri.Bíll Valdimars og Aðalsteins er virkilega illa farinn eftir veltuna.Guðmundur Árni SigursteinssonÍslandsmótið í AB Varahluta flokknum ræðst í næstu keppniSigurvegarar í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk, urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Aðeins 10 sekúndur skildu að fyrsta og annað sætið í flokknum eftir rúmlega þriggja klukkustunda akstur á sérleiðum. Í öðru sæti komu Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson en þeir eru nú komnir með örugga forustu í Íslandsmótinu í AB Varahluta flokknum. Þeir þurfa í raun bara að klára síðustu keppni ársins til að hreppa titilinn. Lokakeppni ársins fer fram eftir tvær vikur. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lengsta og erfiðasta rallkeppni ársins, Rallý Reykjavík, fór fram um helgina. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir þriggja daga keppni. Afföll settu svip sinn á keppnina en aðeins 8 bílar luku þessari gríðarlega krefjandi keppni. Alls voru eknir 280 kílómetrar á sérleiðum og heildarleið keppninar var rúmir þúsund kílómetrar. Baldur Arnar og Heimir Snær voru fjórum stigum á eftir þeim Gunnari Karli Jóhannessyni og Ísaki Sigfússyni fyrir keppnina. Gunnar og Ísak urðu þó frá að hverfa á öðrum degi eftir að vatnskassi brotnaði í Mitsubishi bíl þeirra. Ragnar Bjarni Gröndal og Emelía Rut Hólmarsdóttir áttu möguleika á titli en til þess þurftu þau á sigri að halda í Rallý Reykjavík. Á sérleið um Jökulháls á Snæfellsnesi varð hraðinn hins vegar aðeins of mikill og veltu þau bíl sínum og duttu úr leik. Sömu sögu er að segja af Eyjólfi Melsteð og Arnari Má Árnasyni sem að veltu Jeep Cherokee bíl sínum nokkrum sérleiðum síðar. Eyjólfur vann þessa keppni fyrir tveimur árum.Mikil spenna í báðum flokkum Harður slagur var um fyrsta sætið yfir heildina. Baldur og Heimir leiddu fyrir síðasta dag en Valdimar Jón Sveinsson og Aðalsteinn Símonarson voru aðeins 27 sekúndum fyrir aftan þá. Á sérleið um Tröllháls, fyrstu leið þriðja og síðasta keppnisdags, kútveltu Valdimar og Aðalsteinn Mitsubishi bíl sínum. ,,Við fengum högg undir afturdrifið, hlífðarpannan að framan greip í mölina og við endastungumst á rúmlega 150 kílómetra hraða'' sagði Valdimar eftir keppni. Þrátt fyrir þrjár veltur í keppninni urðu engin slys á keppendum þökk sé góðum öryggisbúnaði. Með Valdimar og Aðalstein úr leik voru Baldur og Heimir komnir með gott forskot. Að lokum sigruðu þeir með rúmlega 10 mínútna mun á Skafta Skúlason og Gunnar Eyþórsson sem komu aðrir í mark. Baldur og Heimir tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í ralli árið 2019. Þetta var fyrsti titill Baldurs í heildarkeppninni og er hann yngsti ökumaðurinn til að vinna titilinn síðan að Rúnar Jónsson vann árið 1994, árið sem Baldur fæddist. Heimir Snær hefur nú unnið Rallý Reykjavík þrisvar sinnum í röð og er því kominn í hóp með Braga Guðmundssyni, Jóni Ragnarsyni og Ísaki Guðjónssyni sem einu aðstoðarökumennirnir sem náð hafa þeim árangri.Bíll Valdimars og Aðalsteins er virkilega illa farinn eftir veltuna.Guðmundur Árni SigursteinssonÍslandsmótið í AB Varahluta flokknum ræðst í næstu keppniSigurvegarar í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk, urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Aðeins 10 sekúndur skildu að fyrsta og annað sætið í flokknum eftir rúmlega þriggja klukkustunda akstur á sérleiðum. Í öðru sæti komu Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson en þeir eru nú komnir með örugga forustu í Íslandsmótinu í AB Varahluta flokknum. Þeir þurfa í raun bara að klára síðustu keppni ársins til að hreppa titilinn. Lokakeppni ársins fer fram eftir tvær vikur.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira