Innlent

Stefna Land­spítalanum vegna and­láts barns

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016.
Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016. Skjáskot
Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi þriðjudag.

Mistökin urðu til þess að nýfæddur sonur þeirra, Nói Hrafn, lést. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar í þrjú ár en niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir. Fimm starfsmenn Landspítalans hafa stöðu sakbornings í málinu.

Sjá einnig:Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag

Greint var frá stefnu Sigríðar og Karls í útvarpsfréttum RÚV í kvöld. Þar kom fram að ríkislögmaður hefur engu svarað varðandi greiðslu bóta til handa þeim en lögmaður þeirra, Lára V. Júlíusdóttir, sendi ríkislögmanni fyrst bótakröfu fyrir þremur árum síðar, haustið 2016.

Að því er fram kom í frétt RÚV var ríkislögmanni birt stefnan á hendur spítalanum í gær. Er krafist hárra skaða- og miskabóta en þau Sigríður og Karl eru bæði skemmtikraftar og tónlistarfólk og gátu ekki sinnt störfum sínum í langan tíma eftir að þau misstu Nóa Hrafn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×