Töluverður erfðamunur á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2019 12:50 Bleikjur í Þingvallavatni í byrjun september þessa árs. Vísir/Karl Lúðvíksson Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd. Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd.
Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00
Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00
Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42