Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:00 Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Getty/Michael Molzar Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira