Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 15:38 Frá vettvangi slyssins. Vélin sést í forgrunni myndarinnar. Vísir Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um að lítil flugvél hefði brotlent á milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við Vísi að þyrla gæslunnar hafi fundið manninn um klukkan korter í fjögur, þar sem hann var gangandi á toppi Skálafells. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins. Viðbragðsaðilar á göngu komu að flugvélinni, lítilli eins hreyfils vél, þar sem enn logaði í henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með rannsóknarlögreglumenn og fulltrúa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa á topp Skálafells.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmFyrsta tilkynning barst um slysið laust fyrir klukkan þrjú. Viðbragðsaðilar voru þá kallaðir út en auk Landhelgisgæslunnar komu björgunarsveitir, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla að aðgerðum. Þyrlan lenti með flugmanninn í Fossvogi skömmu fyrir klukkan fjögur.Fréttin hefur verið uppfærð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Vísir/Loftmyndir ehf. Bláskógabyggð Mosfellsbær Samgönguslys Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um að lítil flugvél hefði brotlent á milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við Vísi að þyrla gæslunnar hafi fundið manninn um klukkan korter í fjögur, þar sem hann var gangandi á toppi Skálafells. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins. Viðbragðsaðilar á göngu komu að flugvélinni, lítilli eins hreyfils vél, þar sem enn logaði í henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með rannsóknarlögreglumenn og fulltrúa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa á topp Skálafells.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmFyrsta tilkynning barst um slysið laust fyrir klukkan þrjú. Viðbragðsaðilar voru þá kallaðir út en auk Landhelgisgæslunnar komu björgunarsveitir, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla að aðgerðum. Þyrlan lenti með flugmanninn í Fossvogi skömmu fyrir klukkan fjögur.Fréttin hefur verið uppfærð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Vísir/Loftmyndir ehf.
Bláskógabyggð Mosfellsbær Samgönguslys Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira