Katrín fjallar um „þrálátustu meinsemd okkar tíma“ á vef CNN Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur #MeToo-ráðstefnu í Hörpu klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.
MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24