Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. september 2019 06:45 Íslendingar gætu séð bensínverðið hækka á næstu dögum. Fréttablaðið/GVA Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15