Corden fór yfir málið í spjallþætti sínum en Maher hafði sagt að fitufordómar og fituskömm væri á undanhaldi og þyrfti sannarlega að koma með sterka endurkomu. Það fæðist enginn feitur og þarf fæðist enginn í því formi að hann þurfi að kaupa tvö flugsæti á ferðlagi.
„Það er algengur misskilningur að feitt fólk sé heimskt og latt. Við erum það ekki. Við vitum að það er ekki gott fyrir okkur að vera í yfirþyngd. Ég hef verið í vandræðum með eigin þyngd alla ævi og ég er ömurlegur að ráða við þetta,“ sagði Corden.
„Ég hef átt góða daga og slæma mánuði. Ég hef í raun verið í megrun alveg síðan ég man eftir mér og svona gengur það. Við erum bara ekki öll eins heppin og Bill Maher sem er með það mikið sjálfsálit að það eitt brennir 35.000 kalóríur á dag.