Líkur á að ósongatið verði það minnsta í áratugi í ár Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 13:09 Bláir liturinn sýnir þynningu ósonlagsins yfir suðurskautinu. CAMS Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann. Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann.
Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34