Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 11:04 Netanjahú hefur nýtt sér náið samband við ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni. AP/Oded Balilty Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14