Menning

Fjallar um morð á berkla­hæli á Norður­landi í nýjustu bók sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Jónassson hefur verið einn söluhæsti rithöfundur landsins síðustu ár.
Ragnar Jónassson hefur verið einn söluhæsti rithöfundur landsins síðustu ár. Veröld
Umfjöllunarefni nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar verður morð á tveimur starfsmönnum á berklahæli rétt innan við Akureyri á níunda áratugnum og rannsókn ungs afbrotafræðings á morðinu þremur áratugum síðar. Bókin ber nafnið Hvítidauði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veröld og Forlaginu verða þrír vinsælustu krimmahöfundar landsins – Ragnar, Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason – allir með bækur í jólabókaflóðinu í ár.

Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna.Veröld
Ragnar hefur verið einn söluhæsti rithöfundur landsins síðustu árin, en á síðasta ári gaf hann út bókina Þorpið. Nýja bókin, Hvítidauði, kemur út 21. október næstkomandi.

„Árið 1983 deyja tveir starfsmenn á berklahæli rétt innan við Akureyri og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Þremur áratugum síðar er ungur afbrotafræðingur að vinna að lokaritgerð um þetta undarlega mál og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós um þessa skelfilegu atburði. Samhliða rannsókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós,“ segir í tilkynningu frá Veröld.

Ragnar Helgi Ólafsson hannar kápu bókarinnar, en þeir Ragnar Helgi og Ragnar eru bræðrasynir, ættaðir frá Siglufirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.