Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. september 2019 06:45 Bartosz Wojcik flutti til Íslands fyrir 10 árum og ætlaði aðeins að vera hér í eitt ár. Hann hefur starfað sem kokkur á ýmsum stöðum. Fréttablaðið/Valli „Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
„Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira