Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 16:59 Mikill öldugangur og vindur var í Reynisfjöru í dag þegar ferðamenn spókuðu sig um í fjörunni. Í myndbandi sjást öldurnar ná töluverðum hæðum áður en þær koma að landi af miklum þunga. Ferðamennirnir standa í flæðarmálinu að taka myndir og virða fyrir sér brimið þegar alda kemur að landi, skellur síðan á þeim og sópar þeim með sér innar í fjöruna. Viðstaddir brugðust þó fljótt við og komu fólkinu til aðstoðar og aftur á fætur. Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa verið sett upp viðvörunarskilti sem ferðamenn virða ítrekað að vettugi.Skilti sem sett var upp í Reynisfjöru.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20 Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Mikill öldugangur og vindur var í Reynisfjöru í dag þegar ferðamenn spókuðu sig um í fjörunni. Í myndbandi sjást öldurnar ná töluverðum hæðum áður en þær koma að landi af miklum þunga. Ferðamennirnir standa í flæðarmálinu að taka myndir og virða fyrir sér brimið þegar alda kemur að landi, skellur síðan á þeim og sópar þeim með sér innar í fjöruna. Viðstaddir brugðust þó fljótt við og komu fólkinu til aðstoðar og aftur á fætur. Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa verið sett upp viðvörunarskilti sem ferðamenn virða ítrekað að vettugi.Skilti sem sett var upp í Reynisfjöru.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20 Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20
Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46