Telur vera hægt að gera Ísland að mansalsfríu landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 13:42 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Varaformaður samhæfingarhóps stjórnvalda um mansalsmál segir að hér á landi séu allir innviðir til staðar svo að Ísland geti orðið að mansalsfríu landi. Stjórnvöld þurfi þó að finna leiðir til að nýta innviðina rétt en aðeins eitt mansalsmál hefur farið í ákærumeðferð á síðustu fjórum árum. Þetta hafi komið fram á fundi hópsins með helsta ráðgjafa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eða ÖSE hefur víðtæka reynslu af stofnumótun gegn mansali og alþjóðlega sérþekkingu á brotaflokknum en mansal er alþjóðlegur vandi og oft tengt fjölþjóðlegum, skipulögðum glæpasamtökum. Samhæfingarhópur stjórnvalda í mansalsmálum, sem stofnaður var snemma í sumar, óskaði eftir ráðgjöf fráÖSE en í nýliðinni viku kom helsti ráðgjafi stofnunarinnar í málaflokknum á fund samhæfingarhópsins.Halla Gunnarsdóttir, er varaformaður hópsins. „Það kom skýrt fram að við erum núþegar með infrastrúktúrinn sem þarf til að taka áþessum málum þannig aðþað sé til fyrirmyndar og við erum með margt gott þegar í farvegi en viðþurfum að finna leiðir til að nýta það sem við höfum þannig við séum ekki að missa nein mál niður og við náum að halda vel utan um mögulega þorlendur mansals.“ En stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af erlendum aðilum fyrir það hve fá mansalsmál nááfram í kerfinu. Af sjötíu og fjórum mansalsmálum sem hafa veriðá borði lögreglunnar síðustu fjögur ár fór aðeins eitt í ákærumeðferð og var það fellt niður. „Það sem skiptir máli núna er að finna út hvers vegna. Hvar eru þessir blokkerar og við höfum ekki nógu góð gögn um það hvað við erum ekki að gera rétt. En meðþessum samhæfingarhópi erum við að taka alla þekkingu á málaflokknum og setja saman inn í eitt herbergi.“ Halla er mjög bjartsýn á framhaldið. Ég held að við eigum að geta gert Ísland að mansalsfríu landi. Við höfum allan infrastrúkturinn til að gera það, við erum með sterka kvennahreyfingu, við erum með mjög góða löggjöf hvað varðar vændi og eftirspurn eftir vændi. Við erum með mjög sterka verkalýðshreyfingu, hún er sterkari en í lang flestum löndum heims. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Varaformaður samhæfingarhóps stjórnvalda um mansalsmál segir að hér á landi séu allir innviðir til staðar svo að Ísland geti orðið að mansalsfríu landi. Stjórnvöld þurfi þó að finna leiðir til að nýta innviðina rétt en aðeins eitt mansalsmál hefur farið í ákærumeðferð á síðustu fjórum árum. Þetta hafi komið fram á fundi hópsins með helsta ráðgjafa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eða ÖSE hefur víðtæka reynslu af stofnumótun gegn mansali og alþjóðlega sérþekkingu á brotaflokknum en mansal er alþjóðlegur vandi og oft tengt fjölþjóðlegum, skipulögðum glæpasamtökum. Samhæfingarhópur stjórnvalda í mansalsmálum, sem stofnaður var snemma í sumar, óskaði eftir ráðgjöf fráÖSE en í nýliðinni viku kom helsti ráðgjafi stofnunarinnar í málaflokknum á fund samhæfingarhópsins.Halla Gunnarsdóttir, er varaformaður hópsins. „Það kom skýrt fram að við erum núþegar með infrastrúktúrinn sem þarf til að taka áþessum málum þannig aðþað sé til fyrirmyndar og við erum með margt gott þegar í farvegi en viðþurfum að finna leiðir til að nýta það sem við höfum þannig við séum ekki að missa nein mál niður og við náum að halda vel utan um mögulega þorlendur mansals.“ En stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af erlendum aðilum fyrir það hve fá mansalsmál nááfram í kerfinu. Af sjötíu og fjórum mansalsmálum sem hafa veriðá borði lögreglunnar síðustu fjögur ár fór aðeins eitt í ákærumeðferð og var það fellt niður. „Það sem skiptir máli núna er að finna út hvers vegna. Hvar eru þessir blokkerar og við höfum ekki nógu góð gögn um það hvað við erum ekki að gera rétt. En meðþessum samhæfingarhópi erum við að taka alla þekkingu á málaflokknum og setja saman inn í eitt herbergi.“ Halla er mjög bjartsýn á framhaldið. Ég held að við eigum að geta gert Ísland að mansalsfríu landi. Við höfum allan infrastrúkturinn til að gera það, við erum með sterka kvennahreyfingu, við erum með mjög góða löggjöf hvað varðar vændi og eftirspurn eftir vændi. Við erum með mjög sterka verkalýðshreyfingu, hún er sterkari en í lang flestum löndum heims.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira