Vísaði umræðu um ásýndarstjórnmál á bug: „Það eiga ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið“ Sylvía Hall skrifar 14. september 2019 12:08 Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa náð mörgum mikilvægum málum í gegn á kjörtímabilinu. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Hann þakkaði flokksmönnum sérstaklega fyrir samheldni og stuðning undanfarinna ára og nefndi í því samhengi þann stuðning sem Sigríður Á. Andersen hefur fengið frá flokksmönnum. „Nú steig Sigríður til hliðar, steig út úr embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári fyrst og fremst til þess að tryggja að fram gæti farið yfirveguð, málefnaleg umræða um stöðu þess máls sem þá var svo mjög deilt um. Það var mjög virðingarvert af henni að gera það. Ég tel að það hafi skapað grundvöll fyrir yfirvegaðri umræðu um það mál þar sem hún hafði ekki tekið rangt skref í því umdeilda atriði hvort dómarar væru löglega skipaðir eins og Hæstiréttur hefur staðfest,“ sagði Bjarni og bað flokksmenn um að gefa henni gott lófatak. Bjarni beindi sjónum sínum næst að markmiðum ríkisstjórnarinnar og því sem hún hafði áorkað á kjörtímabilinu. Málin hefðu fengið góðan framgang og staðið hefði verið við loforð um skattalækkanir. Þær skattalækkanir skiluðu mestu til þeirra sem þyrftu mest á þeim að halda. „Við stýrum því sérstaklega til þeirra hópa sem þurftu að fá stuðning við þær aðstæður sem hafa myndast á vinnumarkaði, til lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópanna. Inni í þessum hópum eru hópar sem við höfum lagt áherslu á að bæta kjörin hjá, sem eru eldri borgarar, sem eru öryrkjar og aðrir þeir sem þurfa á stuðningi okkar hinna að halda. Af þessu getum við verið stolt,“ sagði hann og bætti við að sú stefna, það er að lækka skatta, væri í anda Sjálfstæðisflokksins. „Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting“ Bjarni beindi sjónum sínum að þeirri umræðu sem virðist vera um stjórnmálin í dag. Það væri talað um íslensk stjórnmál sem áferðarstjórnmál þar sem meira væri lagt í að láta hlutina líta betur út frekar en að hugsa um innihaldið. Hann væri ekki sammála því. „Í mínum huga er þessi umræða á töluverðum villigötum, í það minnsta er hún að varpa skugga á þann raunverulega árangur sem er að eiga sér stað. Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting.“ Hann sagði á þeim tíma frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn árið 2013 hafði orðið mikill árangur í ríkisrekstri, bæði hjá hinu opinbera og í þágu heimilanna í landinu. „Það eru fá dæmi um annað eins í sögunni. Það eru raunstjórnmál. Það eru stjórnmál sem skipta raunverulegu máli, engin ásýndarstjórnmál þegar kaupmáttur heimilanna vex ár eftir ár, þegar skuldir ríkissjóðs eru teknar niður um hundruð milljarða, þegar skuldahlutföllin eru orðin þau bestu í sögunni, þegar vextir eru þeir lægstir sem við höfum séð,“ sagði Bjarni og hélt upptalningunni áfram. Hann sagði þetta vera merki um að hér á landi væri verið að vinna að raunverulegum stjórnmálum og varaði við því að ryki væri slegið í augu fólks með neikvæðri umræðu. Þá væri verið að varpa skugga á „raunveruleg góðverk“ eins og Bjarni komst að orði.Fleiri konur í stjórnmálum eru merki um breytta tíma að sögn Bjarna. Hann hefur skipað fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins til samans. Vísir/VilhelmEnginn formaður skipað jafn margar konur í ráðherraembætti „Það er kannski tákn um breytta tíma að ég hef gert tillögu um fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins samanlagt,“ sagði Bjarni í ræðunni. Hann beindi orðum sínum að þeim sem höfðu efasemdir um hæfni kvenna í stjórnmálum og biðlaði til þeirra að stíga inn í nútímann. „Fyrir þá sem ekki skilja að við erum á árinu 2019 orðin sammála um það að við ætlum saman að reka þetta samfélag, að við ætlum saman, karlar og konur, að bera ábyrgð á því sem þarf að bera ábyrgð á í þessu samfélagi, og það eigi ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið þegar ákvarðanir eru teknar, þá segi ég: Vakniði. Þetta er 2019. Þetta eru ekki sýndarstjórnmál, þetta eru nútímastjórnmál.“ Bjarni sagði mikilvægt að flokksmenn myndu spyrna fótum gegn afturhaldsöflum sem öftruðu framförum innan Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn þyrftu ekkert að óttast þó breytingar hefðu í för með sér einhverja erfiðleika. „Vegna þess að breytingar eru nauðsynlegar. Við þurfum að vera hreyfiafl framfara.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Hann þakkaði flokksmönnum sérstaklega fyrir samheldni og stuðning undanfarinna ára og nefndi í því samhengi þann stuðning sem Sigríður Á. Andersen hefur fengið frá flokksmönnum. „Nú steig Sigríður til hliðar, steig út úr embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári fyrst og fremst til þess að tryggja að fram gæti farið yfirveguð, málefnaleg umræða um stöðu þess máls sem þá var svo mjög deilt um. Það var mjög virðingarvert af henni að gera það. Ég tel að það hafi skapað grundvöll fyrir yfirvegaðri umræðu um það mál þar sem hún hafði ekki tekið rangt skref í því umdeilda atriði hvort dómarar væru löglega skipaðir eins og Hæstiréttur hefur staðfest,“ sagði Bjarni og bað flokksmenn um að gefa henni gott lófatak. Bjarni beindi sjónum sínum næst að markmiðum ríkisstjórnarinnar og því sem hún hafði áorkað á kjörtímabilinu. Málin hefðu fengið góðan framgang og staðið hefði verið við loforð um skattalækkanir. Þær skattalækkanir skiluðu mestu til þeirra sem þyrftu mest á þeim að halda. „Við stýrum því sérstaklega til þeirra hópa sem þurftu að fá stuðning við þær aðstæður sem hafa myndast á vinnumarkaði, til lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópanna. Inni í þessum hópum eru hópar sem við höfum lagt áherslu á að bæta kjörin hjá, sem eru eldri borgarar, sem eru öryrkjar og aðrir þeir sem þurfa á stuðningi okkar hinna að halda. Af þessu getum við verið stolt,“ sagði hann og bætti við að sú stefna, það er að lækka skatta, væri í anda Sjálfstæðisflokksins. „Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting“ Bjarni beindi sjónum sínum að þeirri umræðu sem virðist vera um stjórnmálin í dag. Það væri talað um íslensk stjórnmál sem áferðarstjórnmál þar sem meira væri lagt í að láta hlutina líta betur út frekar en að hugsa um innihaldið. Hann væri ekki sammála því. „Í mínum huga er þessi umræða á töluverðum villigötum, í það minnsta er hún að varpa skugga á þann raunverulega árangur sem er að eiga sér stað. Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting.“ Hann sagði á þeim tíma frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn árið 2013 hafði orðið mikill árangur í ríkisrekstri, bæði hjá hinu opinbera og í þágu heimilanna í landinu. „Það eru fá dæmi um annað eins í sögunni. Það eru raunstjórnmál. Það eru stjórnmál sem skipta raunverulegu máli, engin ásýndarstjórnmál þegar kaupmáttur heimilanna vex ár eftir ár, þegar skuldir ríkissjóðs eru teknar niður um hundruð milljarða, þegar skuldahlutföllin eru orðin þau bestu í sögunni, þegar vextir eru þeir lægstir sem við höfum séð,“ sagði Bjarni og hélt upptalningunni áfram. Hann sagði þetta vera merki um að hér á landi væri verið að vinna að raunverulegum stjórnmálum og varaði við því að ryki væri slegið í augu fólks með neikvæðri umræðu. Þá væri verið að varpa skugga á „raunveruleg góðverk“ eins og Bjarni komst að orði.Fleiri konur í stjórnmálum eru merki um breytta tíma að sögn Bjarna. Hann hefur skipað fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins til samans. Vísir/VilhelmEnginn formaður skipað jafn margar konur í ráðherraembætti „Það er kannski tákn um breytta tíma að ég hef gert tillögu um fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins samanlagt,“ sagði Bjarni í ræðunni. Hann beindi orðum sínum að þeim sem höfðu efasemdir um hæfni kvenna í stjórnmálum og biðlaði til þeirra að stíga inn í nútímann. „Fyrir þá sem ekki skilja að við erum á árinu 2019 orðin sammála um það að við ætlum saman að reka þetta samfélag, að við ætlum saman, karlar og konur, að bera ábyrgð á því sem þarf að bera ábyrgð á í þessu samfélagi, og það eigi ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið þegar ákvarðanir eru teknar, þá segi ég: Vakniði. Þetta er 2019. Þetta eru ekki sýndarstjórnmál, þetta eru nútímastjórnmál.“ Bjarni sagði mikilvægt að flokksmenn myndu spyrna fótum gegn afturhaldsöflum sem öftruðu framförum innan Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn þyrftu ekkert að óttast þó breytingar hefðu í för með sér einhverja erfiðleika. „Vegna þess að breytingar eru nauðsynlegar. Við þurfum að vera hreyfiafl framfara.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira