Með íslenska auðn í París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Guðrún var að velja myndir þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/Ernir Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira