Ólíklegt að Sjálfstæðismönnum verði að ósk sinni um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2019 20:30 Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira