Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 18:30 Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. Fyrir þremur dögum fæddist Elvu Christinu Hafnadóttur lítil stúlka. Fæðingin gekk vel og heilsast henni og barni vel að hennar sögn. Vefmiðillinn Sykur greindi fyrst frá málinu en Elva hefur barist við áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil, þó með hléum. Fyrir meðgöngu var hún í neyslu en hætti þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á meðgöngunni slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum og fluttist hann með eldra barn þeirra til Noregs. „Þarna missti ég barnið mitt frá mér, reyndar ekki til yfirvalda en hann allavega fór með hann til Noregs og neyslan mín varð bara verri. Og þetta var einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var ein og þunglynd og ég hafði ekki marga að þarna. Ég bara ekki í jafnvægi og ég skil ekki af hverju tók ekki ábyrgðina þá,“ segir Elva Christina Hafnadóttir.Elva Christina með nýfædda dóttur sína á brjósti.Vísir/AðsendFéll á fimmta mánuði meðgöngu og bað um hjálp „Ég reyndi að gera það rétta í stöðunni, kom fram og sagði ég hef verið að nota á meðgöngu, getið þið hjálpað mér. Ég fór sjálf upp á bráðadeild og ég bað um hjálp. Ég sagði, þið verðið að skrifa mig inn, sem þau og gerðu en þau sviptu mig sjálfræði líka,“ segir Elva. Síðan þá hefur Elva verið í eftirfylgd. En eftir að stúlkan kom í heiminn í vikunni var Elvu tilkynnt af Barnavernd að barnið yrði tekið af henni, þá líklega um helgina og fært á vistheimili. Elva segir það hafa verið mikið áfall og bætir við að þegar stúlkan getur, verði flogið með hana til föður hennar í Noregi. Það gæti orðið eftir átta vikur.Nýfædd dóttir Elvu ChristinuVísir/AðsendEr hrædd við næstu skref „Ég reyni bara að njóta hverra sekúndu með henni,“ segir Elva.Ertu hrædd um næstu skref? „Já,“ segir Elva.Hefur þú reynt að ræða við barnavernd og þá möguleika og kannski þau tækifæri sem þér finnst að þú eigir að fá? „Já,“ segir Elva.Hvaða svör færðu? „Ég fæ þau svör að ég hef mína fortíð og að ég þurfi að fara að vinna í mínum málum sem að ég er alveg sammála. Og ég var í neyslu á meðgöngu. Ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ segir Elva.Vísir/AðsendÉg er tilbúin til þess að gera allt til þess að halda dóttur minni Elva hefur áður stigið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hún á þrjú börn og er hún ekki með forsjá yfir þeim tveimur eldri. Þau eru í forsjá feðra, í sitthvoru landinu. Hún vonast eftir að Barnavernd sýni hennar stöðu skilning og gefi tækifæri og veiti henni og nýfæddu barni stuðning. Hún segist fá stuðning frá fjölskyldu sinni sem geti hjálpað til.Átakið Vaknaðu! stendur yfir þar sem athygli er vakin á þeirri hættu sem fylgi neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Elva segir að fólk í hennar stöðu sé fordæmt. „Fólk má vera með fordóma. Fólk má vera með sínar skoðanir en það ætti að kynna sér sjúkdóminn vegna þess að það er fólk að deyja úr þessum sjúkdómi og það tekur eigið líf í stöðu eins og ég er í núna. Ég hef ekki átt dagana sæla en ég er tilbúin til þess að gera allt, ég er tilbúin í að gera allt til þess að fá halda þessu barni. Litlu dóttur minni sem ég var að eignast fyrir þremur dögum,“ segir Elva.Hér má sjá viðtalið við Elvu Christinu Hafnadóttur í heild sinni. Barnavernd Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. Fyrir þremur dögum fæddist Elvu Christinu Hafnadóttur lítil stúlka. Fæðingin gekk vel og heilsast henni og barni vel að hennar sögn. Vefmiðillinn Sykur greindi fyrst frá málinu en Elva hefur barist við áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil, þó með hléum. Fyrir meðgöngu var hún í neyslu en hætti þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á meðgöngunni slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum og fluttist hann með eldra barn þeirra til Noregs. „Þarna missti ég barnið mitt frá mér, reyndar ekki til yfirvalda en hann allavega fór með hann til Noregs og neyslan mín varð bara verri. Og þetta var einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var ein og þunglynd og ég hafði ekki marga að þarna. Ég bara ekki í jafnvægi og ég skil ekki af hverju tók ekki ábyrgðina þá,“ segir Elva Christina Hafnadóttir.Elva Christina með nýfædda dóttur sína á brjósti.Vísir/AðsendFéll á fimmta mánuði meðgöngu og bað um hjálp „Ég reyndi að gera það rétta í stöðunni, kom fram og sagði ég hef verið að nota á meðgöngu, getið þið hjálpað mér. Ég fór sjálf upp á bráðadeild og ég bað um hjálp. Ég sagði, þið verðið að skrifa mig inn, sem þau og gerðu en þau sviptu mig sjálfræði líka,“ segir Elva. Síðan þá hefur Elva verið í eftirfylgd. En eftir að stúlkan kom í heiminn í vikunni var Elvu tilkynnt af Barnavernd að barnið yrði tekið af henni, þá líklega um helgina og fært á vistheimili. Elva segir það hafa verið mikið áfall og bætir við að þegar stúlkan getur, verði flogið með hana til föður hennar í Noregi. Það gæti orðið eftir átta vikur.Nýfædd dóttir Elvu ChristinuVísir/AðsendEr hrædd við næstu skref „Ég reyni bara að njóta hverra sekúndu með henni,“ segir Elva.Ertu hrædd um næstu skref? „Já,“ segir Elva.Hefur þú reynt að ræða við barnavernd og þá möguleika og kannski þau tækifæri sem þér finnst að þú eigir að fá? „Já,“ segir Elva.Hvaða svör færðu? „Ég fæ þau svör að ég hef mína fortíð og að ég þurfi að fara að vinna í mínum málum sem að ég er alveg sammála. Og ég var í neyslu á meðgöngu. Ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ segir Elva.Vísir/AðsendÉg er tilbúin til þess að gera allt til þess að halda dóttur minni Elva hefur áður stigið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hún á þrjú börn og er hún ekki með forsjá yfir þeim tveimur eldri. Þau eru í forsjá feðra, í sitthvoru landinu. Hún vonast eftir að Barnavernd sýni hennar stöðu skilning og gefi tækifæri og veiti henni og nýfæddu barni stuðning. Hún segist fá stuðning frá fjölskyldu sinni sem geti hjálpað til.Átakið Vaknaðu! stendur yfir þar sem athygli er vakin á þeirri hættu sem fylgi neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Elva segir að fólk í hennar stöðu sé fordæmt. „Fólk má vera með fordóma. Fólk má vera með sínar skoðanir en það ætti að kynna sér sjúkdóminn vegna þess að það er fólk að deyja úr þessum sjúkdómi og það tekur eigið líf í stöðu eins og ég er í núna. Ég hef ekki átt dagana sæla en ég er tilbúin til þess að gera allt, ég er tilbúin í að gera allt til þess að fá halda þessu barni. Litlu dóttur minni sem ég var að eignast fyrir þremur dögum,“ segir Elva.Hér má sjá viðtalið við Elvu Christinu Hafnadóttur í heild sinni.
Barnavernd Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira