Vöndum til verka Unnur Pétursdóttir skrifar 13. september 2019 14:30 Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun