Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2019 07:21 Pete Buttigieg, Bernie Sanders, Joe Biden og Elizabeth Warren voru meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum. Getty Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00