Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 13. september 2019 07:00 Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun