Föstudagsplaylisti Rex Pistols Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 13. september 2019 13:30 Stilla úr myndbandi fyrir lagið Feel It Inside sem kom út á plötunni DISCIPLINE snemma á þessu ári. Myndbandið verður frumsýnt í Flæði 20. september. Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira