Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2019 16:15 Kista Atla borinn út úr Hallgrímskirkju í dag. Meðal kistubera voru sonur hans Egill Atlason og Guðmundur Hreiðarsson markvörður og vinur Atla. vísir/vilhelm Atli Eðvaldsson, einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu, var borinn til grafar í dag. Útförin fór fram í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Atli lést 2. september, 62 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Atli átti langan og farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 70 landsleiki á árunum 1976-81 og skoraði átta mörk. Hann var fyrirliði í 31 landsleik og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Atli lék með Val, KR og HK hér á landi, Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Bayer Uerdingen og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Atli sneri sér síðan að þjálfun. Hann þjálfaði HK, ÍBV og Fylki áður en hann tók við KR. Hann gerði KR-inga að Íslands- og bikarmeisturum á 100 ára afmælisári félagsins 1999. Í gær voru nákvæmlega 20 ár síðan 31 árs bið KR eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk. Eftir tímabilið 1999 tók Atli við íslenska karlalandsliðinu og þjálfaði það í fjögur ár. Hann þjálfaði seinna Þrótt R., Val, Reyni S., Aftureldingu og Hamar hér heima og Kristianstad í Svíþjóð. Alltaf með leikplanMinningargreinarnar um Atla fylla þrjár síður í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra sem skrifa eftirmæli um Atla er Guðmundur Hreiðarsson. Hann rifjar m.a. upp frægan leik Íslands og Sovétríkjanna 1988, sem endaði með 1-1 jafntefli, og hvernig Atli stappaði stálinu í samherja sína fyrir leikinn í Moskvu. „Mér er minnisstætt þegar við spiluðum í Rússlandi í undankeppni HM. Stutt var í leik og þú varst að tala við leikmenn á þinn sérstaka hátt sem fyrirliði Íslands, hvernig við ætluðum sem lið að spila leikinn. Þjálfari Íslands, Siegfried Held, forðaði sér út úr klefanum. Þú varst með leikplanið á hreinu, það voru allir að fara að róa í sömu átt, rödd þjálfarans var ekki þörf á þessu augnabliki, þú varst með þetta. Við náðum sögulegum úrslitum, 1-1,“ skrifar Guðmundur. Guðmundur segir að Atli hafi sýnt mikinn styrk í veikindum sínum. „Fyrir um þremur árum bankaði vágestur að dyrum hjá þér. Þú settir upp game plan og byrjaðir á lausninni, hvernig þú ætlaðir að sigra þennan leik. Þú tókst töflufund með mér um hvernig þú varst búinn að hugsa þetta og vildir fara þínar leiðir, sem og þú gerðir. „Það var aðdáunarvert að fylgjast með þínu plani, hvernig þú fylgdir þínu skipulagi eftir alla leið. Það voru forréttindi að fá að fylgjast með þér frá hliðarlínunni og sjá þig stjórna leiknum. Þú lést ekkert stoppa þig. Þú vannst þetta þriggja ára mót nánast alla leiki. Því miður tapaðist síðasti leikurinn, þú gafst allt í leikinn, skildir allt eftir á vellinum, miklu meira en hægt var að ætlast til. „Þú sagðir skilið við þitt síðasta verkefni þannig, að við sem eftir sitjum, skiljum ekki hvernig þér tókst þetta allt.“ Risastór persónuleiki og maður fólksinsÞorgrímur Þráinsson stingur einnig niður penna og minnist Atla en þeir léku saman í Val og íslenska landsliðinu. „Atli Eðvaldsson var risastór persónuleiki, þjóðareign á tímabili, maður fólksins. Hetja! Hver annar gæti skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í Bundesligunni, flogið heim korteri seinna og skorað sigurmark Íslands á Laugardalsvellinum? Sex mörk á rúmum sólarhring í júní árið 1983. Atli gerði allt með bros á vör, 100% einbeittur og með keppnishörkuna að leiðarljósi. Sannur fyrirliði utan vallar sem innan, reif eða hreif menn í gang ef þess þurfti með,“ skrifar Þorgrímur. „Afreksskrá Atla var skrifuð í skýin því það sem hann tók sér fyrir hendur varð að gulli. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum eftir 31 árs bið, lagði grunninn að titlum ÍBV, spilaði 70 landsleiki, var fyrirliði og síðar landsliðsþjálfari. En Atli var fyrst og fremst mannvinur hinn mesti og snerti hjartastrengi fjölda einstaklinga með væntumþykju og kærleika.“ Talaði svo mikið að hann hafði varla fyrir því að andaSkotinn David Winnie, sem Atli þjálfaði í KR á árunum 1998-99, minnist hann skemmtilega. „Nú kveð ég góðan félaga eftir rúmlega tveggja áratuga vináttu. Það var árið 1998 sem ég hitti Atla, þegar hann sótti mig upp á Keflavíkurflugvöll. Ég var þarna mættur til að leggja mitt af mörkum fyrir KR og Atla, sem þá var þar við stjórnina. „Það var varla að hann hefði fyrir því að anda, svo mikið talaði hann meðan hann ók eftir Reykjanesbrautinni. Um fallega, yndislega Ísland, sögur úr fótboltanum og svo fleiri sögur úr boltanum. Ég bjóst við að vera skutlað beint upp á hótel, að fá að ná aðeins áttum í nýju landi, en Atli hafði um það aðrar hugmyndir. Hann ók rakleiðis niður í miðbæ, lagði bílnum fyrir framan forláta skúr og keypti handa mér pylsu – „Bæjarins bestu“ sagði hann mér, „þjóðarréttur Íslendinga“. Þetta setti tóninn að vináttunni. Það þurfti aldrei nein flottheit, galdurinn fólst í einfaldleikanum. Samverunni. Samræðunum. Fótboltanum.“ Winnie segist eiga Atla mikið að þakka og hann hafi haft mikil áhrif á líf sitt. „Undir stjórn Atla unnum við KR-ingar þrjá titla, og ég var valinn leikmaður ársins 1998. En þessir titlar falla alveg í skuggann af þeim áhrifum sem Atli hafði á mig persónulega. Ef hans hefði ekki notið við hefði ég líklega aldrei komið til Íslands, og ég hefði þá líklega aldrei hitt konuna mína eða eignast strákana mína. Ég hefði líklega ekki farið í frekara nám og hefði ekki verið á þeirri braut sem ég er á núna. Ég á Atla margt að þakka. Og þá einna helst vináttu sem var alltaf byggð á einlægni, tryggð og virðingu.“ Andlát Íslenski boltinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Atli Eðvaldsson, einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu, var borinn til grafar í dag. Útförin fór fram í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Atli lést 2. september, 62 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Atli átti langan og farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 70 landsleiki á árunum 1976-81 og skoraði átta mörk. Hann var fyrirliði í 31 landsleik og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Atli lék með Val, KR og HK hér á landi, Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Bayer Uerdingen og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Atli sneri sér síðan að þjálfun. Hann þjálfaði HK, ÍBV og Fylki áður en hann tók við KR. Hann gerði KR-inga að Íslands- og bikarmeisturum á 100 ára afmælisári félagsins 1999. Í gær voru nákvæmlega 20 ár síðan 31 árs bið KR eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk. Eftir tímabilið 1999 tók Atli við íslenska karlalandsliðinu og þjálfaði það í fjögur ár. Hann þjálfaði seinna Þrótt R., Val, Reyni S., Aftureldingu og Hamar hér heima og Kristianstad í Svíþjóð. Alltaf með leikplanMinningargreinarnar um Atla fylla þrjár síður í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra sem skrifa eftirmæli um Atla er Guðmundur Hreiðarsson. Hann rifjar m.a. upp frægan leik Íslands og Sovétríkjanna 1988, sem endaði með 1-1 jafntefli, og hvernig Atli stappaði stálinu í samherja sína fyrir leikinn í Moskvu. „Mér er minnisstætt þegar við spiluðum í Rússlandi í undankeppni HM. Stutt var í leik og þú varst að tala við leikmenn á þinn sérstaka hátt sem fyrirliði Íslands, hvernig við ætluðum sem lið að spila leikinn. Þjálfari Íslands, Siegfried Held, forðaði sér út úr klefanum. Þú varst með leikplanið á hreinu, það voru allir að fara að róa í sömu átt, rödd þjálfarans var ekki þörf á þessu augnabliki, þú varst með þetta. Við náðum sögulegum úrslitum, 1-1,“ skrifar Guðmundur. Guðmundur segir að Atli hafi sýnt mikinn styrk í veikindum sínum. „Fyrir um þremur árum bankaði vágestur að dyrum hjá þér. Þú settir upp game plan og byrjaðir á lausninni, hvernig þú ætlaðir að sigra þennan leik. Þú tókst töflufund með mér um hvernig þú varst búinn að hugsa þetta og vildir fara þínar leiðir, sem og þú gerðir. „Það var aðdáunarvert að fylgjast með þínu plani, hvernig þú fylgdir þínu skipulagi eftir alla leið. Það voru forréttindi að fá að fylgjast með þér frá hliðarlínunni og sjá þig stjórna leiknum. Þú lést ekkert stoppa þig. Þú vannst þetta þriggja ára mót nánast alla leiki. Því miður tapaðist síðasti leikurinn, þú gafst allt í leikinn, skildir allt eftir á vellinum, miklu meira en hægt var að ætlast til. „Þú sagðir skilið við þitt síðasta verkefni þannig, að við sem eftir sitjum, skiljum ekki hvernig þér tókst þetta allt.“ Risastór persónuleiki og maður fólksinsÞorgrímur Þráinsson stingur einnig niður penna og minnist Atla en þeir léku saman í Val og íslenska landsliðinu. „Atli Eðvaldsson var risastór persónuleiki, þjóðareign á tímabili, maður fólksins. Hetja! Hver annar gæti skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í Bundesligunni, flogið heim korteri seinna og skorað sigurmark Íslands á Laugardalsvellinum? Sex mörk á rúmum sólarhring í júní árið 1983. Atli gerði allt með bros á vör, 100% einbeittur og með keppnishörkuna að leiðarljósi. Sannur fyrirliði utan vallar sem innan, reif eða hreif menn í gang ef þess þurfti með,“ skrifar Þorgrímur. „Afreksskrá Atla var skrifuð í skýin því það sem hann tók sér fyrir hendur varð að gulli. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum eftir 31 árs bið, lagði grunninn að titlum ÍBV, spilaði 70 landsleiki, var fyrirliði og síðar landsliðsþjálfari. En Atli var fyrst og fremst mannvinur hinn mesti og snerti hjartastrengi fjölda einstaklinga með væntumþykju og kærleika.“ Talaði svo mikið að hann hafði varla fyrir því að andaSkotinn David Winnie, sem Atli þjálfaði í KR á árunum 1998-99, minnist hann skemmtilega. „Nú kveð ég góðan félaga eftir rúmlega tveggja áratuga vináttu. Það var árið 1998 sem ég hitti Atla, þegar hann sótti mig upp á Keflavíkurflugvöll. Ég var þarna mættur til að leggja mitt af mörkum fyrir KR og Atla, sem þá var þar við stjórnina. „Það var varla að hann hefði fyrir því að anda, svo mikið talaði hann meðan hann ók eftir Reykjanesbrautinni. Um fallega, yndislega Ísland, sögur úr fótboltanum og svo fleiri sögur úr boltanum. Ég bjóst við að vera skutlað beint upp á hótel, að fá að ná aðeins áttum í nýju landi, en Atli hafði um það aðrar hugmyndir. Hann ók rakleiðis niður í miðbæ, lagði bílnum fyrir framan forláta skúr og keypti handa mér pylsu – „Bæjarins bestu“ sagði hann mér, „þjóðarréttur Íslendinga“. Þetta setti tóninn að vináttunni. Það þurfti aldrei nein flottheit, galdurinn fólst í einfaldleikanum. Samverunni. Samræðunum. Fótboltanum.“ Winnie segist eiga Atla mikið að þakka og hann hafi haft mikil áhrif á líf sitt. „Undir stjórn Atla unnum við KR-ingar þrjá titla, og ég var valinn leikmaður ársins 1998. En þessir titlar falla alveg í skuggann af þeim áhrifum sem Atli hafði á mig persónulega. Ef hans hefði ekki notið við hefði ég líklega aldrei komið til Íslands, og ég hefði þá líklega aldrei hitt konuna mína eða eignast strákana mína. Ég hefði líklega ekki farið í frekara nám og hefði ekki verið á þeirri braut sem ég er á núna. Ég á Atla margt að þakka. Og þá einna helst vináttu sem var alltaf byggð á einlægni, tryggð og virðingu.“
Andlát Íslenski boltinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00
Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30
Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45
Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17