Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 13:28 Gísli Kr. Björnsson lögmaður er eigandi Almennrar innheimtu. Hann er fyrrvernandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35
Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00
Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30