Fleiri lögreglufélög fagna úttekt á ríkislögreglustjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:51 Lögreglumenn á Suðurnesjum taka undir ákall um allsherjar stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/GVA Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15