Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2019 06:15 Marriott-hótel rís við Hörpu. vísir/vilhelm Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira