Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. september 2019 00:33 Lögreglubílar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt gögnunum var embættið rukkað 84,8% umfram raunverulegan rekstrarkostnað, óháð aldri þeirra. Vísir/Jóhann K. Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við. Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við.
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent