Fátæktin skattlögð Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55