Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 18:34 Netanyahu segist ætla að innlima Vesturbakkann inn í Ísraelsríki. getty/Lior Mizrahi Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. Hann var staddur þar á framboðsfundi. Benajmain Netanyahu telling the crowd to evacuate before being taken to a nearby bomb shelter after a number of rockets were fired from the Gaza Strip towards Ashdod#Israel#Gazapic.twitter.com/G4K5S5Fm7j — CNW (@ConflictsW) September 10, 2019 Fyrr í dag hét hét hann því að hann muni innlima hluta Vesturbakkans, við landamæri Jórdaníu, ef hann hlýtur endurkjör í næstu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.#BREAKING: Netanyahu being evecuated from stage during an election rally in Ashdod, after sirens were heard pic.twitter.com/bj9qcRlbSd — Amichai Stein (@AmichaiStein1) September 10, 2019 Netanyahu segist ætla að tryggja fullveldi Ísrael yfir Jórdandalnum og norðurhluta Dauða hafsins. Innlimun yrði mjög líklega vinsæl meðal hægri flokka, sem hann þarf að treysta á til að mynda ríkisstjórn, en myndi verða harðlega mótmælt af Palestínumönnum. Vesturbakkinn hefur verið hernuminn af Ísraelsríki síðan árið 1967 en var þó ekki innlimaður inn í ríkið. Loforð Netanyahu, sem er leiðtogi hægri flokksins Likud, er gefið aðeins viku fyrir kosningar til þings sem haldnar verða á þriðjudaginn næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum í Ísrael er mjótt á munum á milli Likud og Bláa og hvíta flokksins og gæti því reynst erfitt að mynda nýja ríkisstjórn. Palestínumenn hafa lýst því yfir að Vesturbakkinn verði í framtíðinni sjálfstætt ríki en Netanyahu hefur ítrekað sagt að Ísraelsríki muni halda til í dalnum vegna öryggisráðstafana. Ísraelsríki hernam Vesturbakkann, austurhluta Jerúsalem, Gaza og sýrlensku Gólan hæðirnar á meðan á stríðinu stóð árið 1967. Austurhluti Jerúsalem var innlimaður í ríkið árið 1980 og Gólanhæðirnar árið 1981 þrátt fyrir að hvorug innlimunin hafi verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu í áratugi. Síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tók við hafa bæði austurhluti Jerúsalem og Gólanhæðir verið viðurkennd sem hluti af Ísraelsríki af Bandaríkjastjórn, sem er andstætt öllum fyrri stefnum Bandaríkjanna. Á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem eru meira en 140 ísraelskar landnemabyggðir sem eru ólöglegar undir alþjóðalögum en Ísraelsríki segir það rangt. Meira en 600 þúsund gyðingar búa í landnemabyggðunum en Palestínumenn vilja þá burt. Netanyahu tilkynnti það einnig að friðarsamningur á milli Palestínu og Ísrael, sem Bandaríkjastjórn setti saman og Trump kallar „Samning aldarinnar,“ muni líklegast vera birtur innan fárra daga. Palestínumenn hafa þegar hafnað friðarsamningnum og hafa sakað Bandaríkin um að vera hliðholl Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. 11. ágúst 2019 11:20 Bandaríkin áfram sterkur bandamaður Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann þakkar eiginkonu sinni það að vera nú í sporum sendiherra. Hann ítrekar að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins standi óhagga 17. ágúst 2019 09:45 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta bandarísk yfirvöld. 23. ágúst 2019 12:13 Afþakkar boð Ísraelsríkis vegna hugsjóna Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr. 16. ágúst 2019 21:03 Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins. 16. ágúst 2019 10:19 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. Hann var staddur þar á framboðsfundi. Benajmain Netanyahu telling the crowd to evacuate before being taken to a nearby bomb shelter after a number of rockets were fired from the Gaza Strip towards Ashdod#Israel#Gazapic.twitter.com/G4K5S5Fm7j — CNW (@ConflictsW) September 10, 2019 Fyrr í dag hét hét hann því að hann muni innlima hluta Vesturbakkans, við landamæri Jórdaníu, ef hann hlýtur endurkjör í næstu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.#BREAKING: Netanyahu being evecuated from stage during an election rally in Ashdod, after sirens were heard pic.twitter.com/bj9qcRlbSd — Amichai Stein (@AmichaiStein1) September 10, 2019 Netanyahu segist ætla að tryggja fullveldi Ísrael yfir Jórdandalnum og norðurhluta Dauða hafsins. Innlimun yrði mjög líklega vinsæl meðal hægri flokka, sem hann þarf að treysta á til að mynda ríkisstjórn, en myndi verða harðlega mótmælt af Palestínumönnum. Vesturbakkinn hefur verið hernuminn af Ísraelsríki síðan árið 1967 en var þó ekki innlimaður inn í ríkið. Loforð Netanyahu, sem er leiðtogi hægri flokksins Likud, er gefið aðeins viku fyrir kosningar til þings sem haldnar verða á þriðjudaginn næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum í Ísrael er mjótt á munum á milli Likud og Bláa og hvíta flokksins og gæti því reynst erfitt að mynda nýja ríkisstjórn. Palestínumenn hafa lýst því yfir að Vesturbakkinn verði í framtíðinni sjálfstætt ríki en Netanyahu hefur ítrekað sagt að Ísraelsríki muni halda til í dalnum vegna öryggisráðstafana. Ísraelsríki hernam Vesturbakkann, austurhluta Jerúsalem, Gaza og sýrlensku Gólan hæðirnar á meðan á stríðinu stóð árið 1967. Austurhluti Jerúsalem var innlimaður í ríkið árið 1980 og Gólanhæðirnar árið 1981 þrátt fyrir að hvorug innlimunin hafi verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu í áratugi. Síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tók við hafa bæði austurhluti Jerúsalem og Gólanhæðir verið viðurkennd sem hluti af Ísraelsríki af Bandaríkjastjórn, sem er andstætt öllum fyrri stefnum Bandaríkjanna. Á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem eru meira en 140 ísraelskar landnemabyggðir sem eru ólöglegar undir alþjóðalögum en Ísraelsríki segir það rangt. Meira en 600 þúsund gyðingar búa í landnemabyggðunum en Palestínumenn vilja þá burt. Netanyahu tilkynnti það einnig að friðarsamningur á milli Palestínu og Ísrael, sem Bandaríkjastjórn setti saman og Trump kallar „Samning aldarinnar,“ muni líklegast vera birtur innan fárra daga. Palestínumenn hafa þegar hafnað friðarsamningnum og hafa sakað Bandaríkin um að vera hliðholl Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. 11. ágúst 2019 11:20 Bandaríkin áfram sterkur bandamaður Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann þakkar eiginkonu sinni það að vera nú í sporum sendiherra. Hann ítrekar að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins standi óhagga 17. ágúst 2019 09:45 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta bandarísk yfirvöld. 23. ágúst 2019 12:13 Afþakkar boð Ísraelsríkis vegna hugsjóna Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr. 16. ágúst 2019 21:03 Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins. 16. ágúst 2019 10:19 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. 11. ágúst 2019 11:20
Bandaríkin áfram sterkur bandamaður Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann þakkar eiginkonu sinni það að vera nú í sporum sendiherra. Hann ítrekar að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins standi óhagga 17. ágúst 2019 09:45
Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25
Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta bandarísk yfirvöld. 23. ágúst 2019 12:13
Afþakkar boð Ísraelsríkis vegna hugsjóna Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr. 16. ágúst 2019 21:03
Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11
Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins. 16. ágúst 2019 10:19