„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2019 18:45 Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér. Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér.
Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“