Engin búin að æla enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2019 13:10 Marglyttur á sundi nú skömmu fyrir hádegi. Mynd/Aðsend Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma. Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.
Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18