Þurftu að hífa úr meiri hæð en venjulega vegna nálægðar við bjargið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 08:08 Skjáskot úr myndbandinu sem sýnir þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bátinn sem strandaði. Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent