Sást til Schumacher koma á sjúkrahús í París Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 09:00 Schumacher. vísir/getty Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum. Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum.
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira