Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:22 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. Hann gæti verið að missa einn leikmann í langtíma meiðsli. vísir/daníel „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
„Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira