Uppgjör: Hamfarir Vettel tryggðu Hamilton sigur Bragi Þórðarson skrifar 30. september 2019 07:00 Hamilton kom fyrstur í mark í 82. skiptið á ferlinum í Rússlandi um helgina. Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira