Dómsmálaráðherra mætti í bíó á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2019 19:15 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Fangelsismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Fangelsismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira