Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 17:31 Rúnar fagnar vel og innilega marki KR á Íslandsmótinu. Vísir/Daníel „Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
„Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00
Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13