Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 07:59 Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi reynt að takmarka aðgang að samskiptum Trump við þjóðarleiðtoga hefur ýmislegt lekið út, til dæmis að Trump hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur þvert á skýrar ráðleggingar ráðgjafa. Vísir/EPA Eftirrit af símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu voru færð í tölvukerfi Hvíta hússins sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar líkt og gert var með símtal hans við Úkraínuforseta. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í kvörtun uppljóstrara innan leyniþjónustunnar CIA kom fram að starfsmönnum Hvíta hússins hefði verið skipað að færa eftirrit af símtali Trump og Volodymyrs Zelenskí, forseta Úkraínu, yfir í tölvukerfi sem á að vista viðkvæmar þjóðaröryggisupplýsingar þrátt fyrir engar slíkar upplýsingar hefðu farið á milli forsetanna. Eftirritið varð þannig aðeins aðgengilegt embættismönnum með hæstu öryggisheimild í stað þess að stærri hópur embættismanna þjóðaröryggisráðsins og utanríkisrþjónustunnar gæti nálgast það. Uppljóstrarinn heldur því fram að þetta hafi verið gert til að takmarka aðgang að símtali sem talið var viðkæmt pólitískt fyrir Trump forseta. Í því þrýsti hann ítrekað á Zelenskí um að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda hans, í forsetakosningum á næsta ári. Hvíta húsið heldur því fram að lögfræðingar þjóðaröryggisráðsins hafi skipað fyrir um vistun eftirritsins í tölvukerfinu. Nú segja New York Times og CNN að Hvíta húsið hafi haft sama háttinn á um símtöl Trump við Pútín og Sáda vegna þess að þau gætu reynst forsetanum vandræðaleg. Það hafi verið gert eftir að samtölum forsetans hafði verið lekið. Í tilfelli Sádanna hafi verið ákveðið fyrir fram að takmarka verulega aðgang embættismanna að símtölunum og eftirritum þeirra. Símtölin voru við Salman konung, Mohammed bin Salman, krónprins sem hefur verið sakaður um aðild að blaðamanninum Jamal Khashoggi, og Khalid bin Salman prins og þáverandi sendiherra í Bandaríkjunum. Trump er sagður hafa rætt viðkvæmar upplýsingar um morðið á Khashoggi en heimildir New York Times herma að ekkert bendi til þess að Trump hafi komið fram þar á óviðeigandi hátt.Trump með Lavrov (t.v.) og Kislyak (t.h.). Fundurinn átti sér stað dagin eftir að Trump rak forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Trump á að hafa sagt þeim að hann hefði ekki áhyggjur af afskiptum Rússa af bandarískum kosningum.Vísir/AFPSagðist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Atvikið sem varð til þess að Hvíta húsið byrjaði að sveipa samtöl Trump við erlenda leiðtoga leyndarhjúp er sagt fundur hans með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússalands í Washington, í Hvíta húsinu í maí 2017, daginn eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögregunnar FBI. Í kjölfar fundarins spurðist út að Trump hefði sagt Rússunum frá leynilegum upplýsingum sem byggðust á njósnum Ísraela um Ríki íslams. Hann hefði ennfremur kallað Comey „klikkhaus“ og sagt að uppsögn hans daginn áður hefði „létt miklum þrýstingi“ vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Washington Post birti í gær frekari upplýsingar um samskipti Trump við Lavrov og Kislyak sem hafa ekki komið fram áður. Trump á að hafa sagt tvímenningunum að hann hefði ekki áhyggjur af afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið áður vegna þess að Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump. Þessi ummæli forsetans þótti embættismönnum Hvíta hússins svo eldfim að þeir takmörkuðu verulega aðgang að eftirriti samtalsins þannig að aðeins þeir sem höfðu aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisins gátu séð það. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir að ummælin spyrðust út. Skömmu eftir brottrekstur Comey var Robert Mueller skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins til að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum, meint samráð framboðs Trump við þá og tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller ákærði meðal annars hóp Rússa sem dreifði áróðri sem beindist að bandarískum kjósendum á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016.Volker var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO.Vísir/EPASagði skyndilega af sér án skýringa Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild þingsins hófu í vikunni formlega rannsókn á möglegum embættisbrotum Trump vegna Úkraínumálsins. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, var stefnt til að veita þremur þingnefndum upplýsingar. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, sem hefur ítrekað fundað með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á um rannsókn á Biden hefur haldið því fram að utanríkisráðuneytið hafi vitað af því og beðið hann um það. Kurt Volker, sérstakur sendifulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins í Úkraínu, sagði skyndilega af sér í gær. Giuliani hafði þá áður birt smáskilaboð frá Volker sem bendlaði hann við tilraunir lögmannsins til að þrýsta á úkraínska embættismenn um að gera Trump forseta pólitískan greiða fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Volker gaf enga skýringu á afsöginnni. New York Times segir að hann hafi ályktað að honum væri ekki sætt í embætti eftir atburði síðustu daga. Demókratar á þingi ætla sér að kalla Volker til vitnis fyrir þingnefnd á fimmtudag. Sem sérstakur sendifulltrúi í Úkraínu aðstoðaði Volker stjórnvöld í Kænugarði í hernaðarátökum við aðskilnaðarsinna sem njóta aðstoðar Rússa í austurhluta landsins. Volker er sagður hafa aðstoðað við að koma á fundum Giuliani við úkraínska embættismenn að beiðni Úkraínumanna sem óttuðust um samband sitt við Bandaríkjastjórn vegna krafna Trump forseta um að þeir rannsökuðu pólitískan andstæðing hans.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Sádi-Arabía Úkraína Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Tveir ríkisstjórar tjáðu sig um málið í dag. 27. september 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eftirrit af símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu voru færð í tölvukerfi Hvíta hússins sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar líkt og gert var með símtal hans við Úkraínuforseta. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í kvörtun uppljóstrara innan leyniþjónustunnar CIA kom fram að starfsmönnum Hvíta hússins hefði verið skipað að færa eftirrit af símtali Trump og Volodymyrs Zelenskí, forseta Úkraínu, yfir í tölvukerfi sem á að vista viðkvæmar þjóðaröryggisupplýsingar þrátt fyrir engar slíkar upplýsingar hefðu farið á milli forsetanna. Eftirritið varð þannig aðeins aðgengilegt embættismönnum með hæstu öryggisheimild í stað þess að stærri hópur embættismanna þjóðaröryggisráðsins og utanríkisrþjónustunnar gæti nálgast það. Uppljóstrarinn heldur því fram að þetta hafi verið gert til að takmarka aðgang að símtali sem talið var viðkæmt pólitískt fyrir Trump forseta. Í því þrýsti hann ítrekað á Zelenskí um að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda hans, í forsetakosningum á næsta ári. Hvíta húsið heldur því fram að lögfræðingar þjóðaröryggisráðsins hafi skipað fyrir um vistun eftirritsins í tölvukerfinu. Nú segja New York Times og CNN að Hvíta húsið hafi haft sama háttinn á um símtöl Trump við Pútín og Sáda vegna þess að þau gætu reynst forsetanum vandræðaleg. Það hafi verið gert eftir að samtölum forsetans hafði verið lekið. Í tilfelli Sádanna hafi verið ákveðið fyrir fram að takmarka verulega aðgang embættismanna að símtölunum og eftirritum þeirra. Símtölin voru við Salman konung, Mohammed bin Salman, krónprins sem hefur verið sakaður um aðild að blaðamanninum Jamal Khashoggi, og Khalid bin Salman prins og þáverandi sendiherra í Bandaríkjunum. Trump er sagður hafa rætt viðkvæmar upplýsingar um morðið á Khashoggi en heimildir New York Times herma að ekkert bendi til þess að Trump hafi komið fram þar á óviðeigandi hátt.Trump með Lavrov (t.v.) og Kislyak (t.h.). Fundurinn átti sér stað dagin eftir að Trump rak forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Trump á að hafa sagt þeim að hann hefði ekki áhyggjur af afskiptum Rússa af bandarískum kosningum.Vísir/AFPSagðist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Atvikið sem varð til þess að Hvíta húsið byrjaði að sveipa samtöl Trump við erlenda leiðtoga leyndarhjúp er sagt fundur hans með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússalands í Washington, í Hvíta húsinu í maí 2017, daginn eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögregunnar FBI. Í kjölfar fundarins spurðist út að Trump hefði sagt Rússunum frá leynilegum upplýsingum sem byggðust á njósnum Ísraela um Ríki íslams. Hann hefði ennfremur kallað Comey „klikkhaus“ og sagt að uppsögn hans daginn áður hefði „létt miklum þrýstingi“ vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Washington Post birti í gær frekari upplýsingar um samskipti Trump við Lavrov og Kislyak sem hafa ekki komið fram áður. Trump á að hafa sagt tvímenningunum að hann hefði ekki áhyggjur af afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið áður vegna þess að Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump. Þessi ummæli forsetans þótti embættismönnum Hvíta hússins svo eldfim að þeir takmörkuðu verulega aðgang að eftirriti samtalsins þannig að aðeins þeir sem höfðu aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisins gátu séð það. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir að ummælin spyrðust út. Skömmu eftir brottrekstur Comey var Robert Mueller skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins til að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum, meint samráð framboðs Trump við þá og tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller ákærði meðal annars hóp Rússa sem dreifði áróðri sem beindist að bandarískum kjósendum á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016.Volker var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO.Vísir/EPASagði skyndilega af sér án skýringa Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild þingsins hófu í vikunni formlega rannsókn á möglegum embættisbrotum Trump vegna Úkraínumálsins. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, var stefnt til að veita þremur þingnefndum upplýsingar. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, sem hefur ítrekað fundað með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á um rannsókn á Biden hefur haldið því fram að utanríkisráðuneytið hafi vitað af því og beðið hann um það. Kurt Volker, sérstakur sendifulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins í Úkraínu, sagði skyndilega af sér í gær. Giuliani hafði þá áður birt smáskilaboð frá Volker sem bendlaði hann við tilraunir lögmannsins til að þrýsta á úkraínska embættismenn um að gera Trump forseta pólitískan greiða fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Volker gaf enga skýringu á afsöginnni. New York Times segir að hann hafi ályktað að honum væri ekki sætt í embætti eftir atburði síðustu daga. Demókratar á þingi ætla sér að kalla Volker til vitnis fyrir þingnefnd á fimmtudag. Sem sérstakur sendifulltrúi í Úkraínu aðstoðaði Volker stjórnvöld í Kænugarði í hernaðarátökum við aðskilnaðarsinna sem njóta aðstoðar Rússa í austurhluta landsins. Volker er sagður hafa aðstoðað við að koma á fundum Giuliani við úkraínska embættismenn að beiðni Úkraínumanna sem óttuðust um samband sitt við Bandaríkjastjórn vegna krafna Trump forseta um að þeir rannsökuðu pólitískan andstæðing hans.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Sádi-Arabía Úkraína Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Tveir ríkisstjórar tjáðu sig um málið í dag. 27. september 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Tveir ríkisstjórar tjáðu sig um málið í dag. 27. september 2019 19:00