Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 18:54 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn. Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn.
Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00
Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00
33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30