Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 16:09 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira