Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 16:09 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira