„Útfærslan skiptir öllu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:03 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór. Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór.
Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36