Skagstrendingar fordæma vinnubrögð SÍS vegna sameiningartillagna Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2019 14:19 Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Norðurstrandarleið Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS.
Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30