Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 11:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðar frumvarp vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. vísir/vilhelm Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03