Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2019 11:15 Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/egill Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til brottrekstrar hans úr Borgarleikhúsinu árið 2017 þegar mál hans vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fullyrti hann að „nýjar leikreglur“ hafi verið gefnar út í samfélaginu með Metoo-byltingunni svonefndu. Atli Rafn krefst um tíu milljóna króna í skaðabætur og þriggja milljóna í miskabætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn í máli sem hann höfðaði gegn Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, og Leikfélagi Reykjavíkur. Það var í desember árið 2017 sem leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp. Ásakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri, hlýddi á Atla Rafn ásamt lögmanni sínum Sigurði Erni Hilmarssyni.Vísir/EgillAtvinnumöguleikar í ruslflokki Í framburði sínum fyrir héraðsdómi í morgun lagði Atli Rafn áherslu á að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakaninna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Áður en málið kom upp hafi hann getað valið úr verkefnum. „Það má segja að ferillinn hafi staðið í miklum blóma þar til ég var rekinn frá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði Atli Rafn. Eftir uppsögnina hafi atvinnumöguleikar hans lent í „ruslflokki“. Enginn innlendur aðili hafi viljað ráða hann og verkefni hans fyrir Þjóðleikhúsið hafi orðið smærri í sniðum en áður.Sjá einnig: Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Sagðist Atli Rafn hafa verið algerlega grunlaus þegar Kristín boðaði hann til fundar í leikhúsinu á laugardegi, 16. desember. Þar hafi leikhússtjóri og þáverandi framkvæmdastjóri leikhússins tilkynnt honum að kvartað hefði verið undan honum vegna kynferðislegrar áreitni. Honum hafi verið sagt upp á staðnum og dreginn úr öllum verkefnum leikhússins. Hann sagðist auðvitað hafa þráspurt þær um upplýsingar en án árangur.s „Ég var svo hissa að mér fannst svona þegar það leið á fundinn, að mín viðbrögð kæmu þeim á óvart. Ég held að þær hafi frekar búist við að atvik myndu þróast með þeim hætti að þarna yrði einhver iðrandi syndari sem myndi skammast sín fyrir framan þær,“ sagði Atli Rafn. Þrátt fyrir að hann hafi ítrekað beðið um upplýsingar um ásakanirnar, fjölda þeirra og eðli hafi hann ekki fengið þær. Hann hafi aðeins fengið að vita að ein kvartananna varðaði atvik sem hafi átt að hafa gerst innan veggja leikhússins eftir að hann byrjaði að vinna þar. „Mér hefur verið haldið í algeru myrkri um hvaða atburðir þetta eiga að hafa verið og hver eigi í hlut. Það gerir mér ókleift að verja hendur mínar á nokkurn hátt,“ sagði Atli Rafn fyrir dómi.Atli Rafn ásamt Einari Þór Sverrissyni lögmanni sínum.Vísir/egillFullyrti Atli Rafn að á tæplega 25 ára ferli hefði aldrei verið kvartað undan störfum hans, hvorki persónulega né faglega. Hann myndi eftir öllum samskiptum sínum við starfsfólk í Borgarleikhúsinu og staðhæfði hann að ekkert ósæmilegt hefði átt sér stað í þeim. Sagðist hann hafa þegar á fundinum varað leikhússtjóra við því að málið gæti haft hræðileg áhrif á hann, fjölskyldu hans og starfsframa þar sem hann væri þjóðþekktur maður og málið viðkvæmt. Uppsögn svo skömmu fyrir frumsýningu yrði „sprengja“ og mikið hneyksli í leikhúsheiminum. Í fyrstu hafi orðið samkomulag um að vægari úrræði en uppsögn væru skoðuð. Áður en til annars fundar kom hafi tvær tilkynningar um meint áreiti Atla Rafns komið fram. Atli Rafn sagði að þá hefði ekki verið grundvöllur fyrir frekara samtali.Metoo þarft og gottMetoo-byltingin svonefnda, þar sem konur af fjölmörgum sviðum samfélagsins höfðu stigið fram og greint frá sögum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, var í hámæli þegar mál Atla Rafns kom upp. Hann sagðist hafa talið það átak gott og þarft og hann hafi talið sig jafnréttissinna og femínista.Sjá einnig: Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Hann var spurður að því hvort að hann kannaðist við að saga um hann hafi farið á kreik. Atli Rafn kannaðist við að hafa lesið „lygasögu“ um atvik sem hafi átt sér stað á tökustað kvikmyndar sem hann lék í árið 2016. Þar hafi hann verið í atriði með tveimur ungum leikkonum þar sem kynferðislegt athæfi hafi verið leikið, áfengisdrykkja og dans. Sagan um hann hafi verið á þá leið að hann hafi verið mikið drukkinn og stungið tungu sinni upp í aðra stúlkuna.Frá vinstri: Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður á Stundinni, María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri Borgarleikhússins, Bára Huld Beck á Kjarnanum, Auður Jónsdóttir rithöfundur, Rebekka Sigurðardóttir systir Atla Rafns og Tinna Dögg unnusta hans. Þá sitja fleiri blaðamenn á gólfinu í dómsalnum en þröngt er á þingi.Vísir/egillSagði Atli Rafn að stúlkan hafi unnið sem tæknimaður í Borgarleikhúsinu og faðir hennar sem listamaður þar. Maðurinn, sem hann hafi þekkt í um 25 ár, hafi ekki heilsað sér á göngum leikhússins og lýsti Atli Rafn andrúmsloftinu sem óþægilegu fyrir sig. Hann hafi reynt að hreinsa loftið við manninn sem hafi ekki svarað umleitunum hans. Atli Rafn sagðist ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga stúlkunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans en hún hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.„Kominn á gólfið“ í Þjóðleikhúsinu Fullyrti Atli Rafn að málið allt hefði haft gríðarleg áhrif á hann persónulegu, fjölskyldu hans og vini. Hann hafi hugsað um málið nánast stanslaust síðan það kom upp. Óskaplegt væri að vera sakaður um eitthvað sem hann vissi ekki hvað væri. Hann hafi hugsað að auðveldara væri að fá uppgefnar sakir svo hann gæti gert þær upp. Í staðinn hafi hann þurft að sitja undir því að skýra málið fyrir börnunum sínum, þar á meðal sautján ára dóttur sem hafi verið virk í feminísku starfi. Hann hafi þurft að útskýra fyrir henni að samfélagið væri kannski þannig að menn væru „teknir af lífi“ og „tjargaðir og fiðraðir um hábjartan dag á Lækjartorgi fyrir sakir sem eru óljósar og alls ekki uppgefnar“. Sagði Atli Rafn málið hafa komið niður á sjálfstrausti sínu sem leikari. Hann hefði misst spón úr aski sínum í verkefnum utan leikhússins, þar á meðal sem rödd Krónunnar. „Algert hrun“ hafi orðið á tekjum hans í fyrra. Innan Þjóðleikhússins væri hann nú kominn „á gólfið.“ Kristín Eysteinsdóttir sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu.Nánar um vitnisburð Kristínar hérna. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Hneyksluð á endurkomu Atla Rafns Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. 4. september 2018 10:30 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til brottrekstrar hans úr Borgarleikhúsinu árið 2017 þegar mál hans vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fullyrti hann að „nýjar leikreglur“ hafi verið gefnar út í samfélaginu með Metoo-byltingunni svonefndu. Atli Rafn krefst um tíu milljóna króna í skaðabætur og þriggja milljóna í miskabætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn í máli sem hann höfðaði gegn Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, og Leikfélagi Reykjavíkur. Það var í desember árið 2017 sem leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp. Ásakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri, hlýddi á Atla Rafn ásamt lögmanni sínum Sigurði Erni Hilmarssyni.Vísir/EgillAtvinnumöguleikar í ruslflokki Í framburði sínum fyrir héraðsdómi í morgun lagði Atli Rafn áherslu á að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakaninna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Áður en málið kom upp hafi hann getað valið úr verkefnum. „Það má segja að ferillinn hafi staðið í miklum blóma þar til ég var rekinn frá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði Atli Rafn. Eftir uppsögnina hafi atvinnumöguleikar hans lent í „ruslflokki“. Enginn innlendur aðili hafi viljað ráða hann og verkefni hans fyrir Þjóðleikhúsið hafi orðið smærri í sniðum en áður.Sjá einnig: Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Sagðist Atli Rafn hafa verið algerlega grunlaus þegar Kristín boðaði hann til fundar í leikhúsinu á laugardegi, 16. desember. Þar hafi leikhússtjóri og þáverandi framkvæmdastjóri leikhússins tilkynnt honum að kvartað hefði verið undan honum vegna kynferðislegrar áreitni. Honum hafi verið sagt upp á staðnum og dreginn úr öllum verkefnum leikhússins. Hann sagðist auðvitað hafa þráspurt þær um upplýsingar en án árangur.s „Ég var svo hissa að mér fannst svona þegar það leið á fundinn, að mín viðbrögð kæmu þeim á óvart. Ég held að þær hafi frekar búist við að atvik myndu þróast með þeim hætti að þarna yrði einhver iðrandi syndari sem myndi skammast sín fyrir framan þær,“ sagði Atli Rafn. Þrátt fyrir að hann hafi ítrekað beðið um upplýsingar um ásakanirnar, fjölda þeirra og eðli hafi hann ekki fengið þær. Hann hafi aðeins fengið að vita að ein kvartananna varðaði atvik sem hafi átt að hafa gerst innan veggja leikhússins eftir að hann byrjaði að vinna þar. „Mér hefur verið haldið í algeru myrkri um hvaða atburðir þetta eiga að hafa verið og hver eigi í hlut. Það gerir mér ókleift að verja hendur mínar á nokkurn hátt,“ sagði Atli Rafn fyrir dómi.Atli Rafn ásamt Einari Þór Sverrissyni lögmanni sínum.Vísir/egillFullyrti Atli Rafn að á tæplega 25 ára ferli hefði aldrei verið kvartað undan störfum hans, hvorki persónulega né faglega. Hann myndi eftir öllum samskiptum sínum við starfsfólk í Borgarleikhúsinu og staðhæfði hann að ekkert ósæmilegt hefði átt sér stað í þeim. Sagðist hann hafa þegar á fundinum varað leikhússtjóra við því að málið gæti haft hræðileg áhrif á hann, fjölskyldu hans og starfsframa þar sem hann væri þjóðþekktur maður og málið viðkvæmt. Uppsögn svo skömmu fyrir frumsýningu yrði „sprengja“ og mikið hneyksli í leikhúsheiminum. Í fyrstu hafi orðið samkomulag um að vægari úrræði en uppsögn væru skoðuð. Áður en til annars fundar kom hafi tvær tilkynningar um meint áreiti Atla Rafns komið fram. Atli Rafn sagði að þá hefði ekki verið grundvöllur fyrir frekara samtali.Metoo þarft og gottMetoo-byltingin svonefnda, þar sem konur af fjölmörgum sviðum samfélagsins höfðu stigið fram og greint frá sögum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, var í hámæli þegar mál Atla Rafns kom upp. Hann sagðist hafa talið það átak gott og þarft og hann hafi talið sig jafnréttissinna og femínista.Sjá einnig: Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Hann var spurður að því hvort að hann kannaðist við að saga um hann hafi farið á kreik. Atli Rafn kannaðist við að hafa lesið „lygasögu“ um atvik sem hafi átt sér stað á tökustað kvikmyndar sem hann lék í árið 2016. Þar hafi hann verið í atriði með tveimur ungum leikkonum þar sem kynferðislegt athæfi hafi verið leikið, áfengisdrykkja og dans. Sagan um hann hafi verið á þá leið að hann hafi verið mikið drukkinn og stungið tungu sinni upp í aðra stúlkuna.Frá vinstri: Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður á Stundinni, María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri Borgarleikhússins, Bára Huld Beck á Kjarnanum, Auður Jónsdóttir rithöfundur, Rebekka Sigurðardóttir systir Atla Rafns og Tinna Dögg unnusta hans. Þá sitja fleiri blaðamenn á gólfinu í dómsalnum en þröngt er á þingi.Vísir/egillSagði Atli Rafn að stúlkan hafi unnið sem tæknimaður í Borgarleikhúsinu og faðir hennar sem listamaður þar. Maðurinn, sem hann hafi þekkt í um 25 ár, hafi ekki heilsað sér á göngum leikhússins og lýsti Atli Rafn andrúmsloftinu sem óþægilegu fyrir sig. Hann hafi reynt að hreinsa loftið við manninn sem hafi ekki svarað umleitunum hans. Atli Rafn sagðist ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga stúlkunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans en hún hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.„Kominn á gólfið“ í Þjóðleikhúsinu Fullyrti Atli Rafn að málið allt hefði haft gríðarleg áhrif á hann persónulegu, fjölskyldu hans og vini. Hann hafi hugsað um málið nánast stanslaust síðan það kom upp. Óskaplegt væri að vera sakaður um eitthvað sem hann vissi ekki hvað væri. Hann hafi hugsað að auðveldara væri að fá uppgefnar sakir svo hann gæti gert þær upp. Í staðinn hafi hann þurft að sitja undir því að skýra málið fyrir börnunum sínum, þar á meðal sautján ára dóttur sem hafi verið virk í feminísku starfi. Hann hafi þurft að útskýra fyrir henni að samfélagið væri kannski þannig að menn væru „teknir af lífi“ og „tjargaðir og fiðraðir um hábjartan dag á Lækjartorgi fyrir sakir sem eru óljósar og alls ekki uppgefnar“. Sagði Atli Rafn málið hafa komið niður á sjálfstrausti sínu sem leikari. Hann hefði misst spón úr aski sínum í verkefnum utan leikhússins, þar á meðal sem rödd Krónunnar. „Algert hrun“ hafi orðið á tekjum hans í fyrra. Innan Þjóðleikhússins væri hann nú kominn „á gólfið.“ Kristín Eysteinsdóttir sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu.Nánar um vitnisburð Kristínar hérna.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Hneyksluð á endurkomu Atla Rafns Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. 4. september 2018 10:30 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Hneyksluð á endurkomu Atla Rafns Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. 4. september 2018 10:30
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00