Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna Davíð Stefánsson skrifar 26. september 2019 06:00 Skammtatölvur framtíðarinnar munu umbylta samfélögum með gríðarlegri reiknigetu. Getty/Rost-9D Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira