Arnar: Hef ekki upplifað annað eins Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. september 2019 18:43 Arnar stýrði kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í dag. vísir/andri marinó Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15